FYRIRTÆKIÐ

G

FYRIRTÆKIÐ

SAGAN

Var þá hafin vinna við að gera upp húsnæði félagsins að Garðavegi 14 þar sem áður hafði verið starfrækt saltfisk og skreiðarverkun og undir það síðasta var húsið notað sem saltgeymsla.

Mikið verk var fyrir höndum þar sem húsnæðið þurfti mikilla endurbóta við og næstu mánuðina var unnið öflugt starf við að gera húsið þannig úr garði að það væri nothæft fyrir matvælaframleiðslu. Þann 2 febrúar 2002 hófst svo vinnsla í Nöfinni.

Starfsmenn í fyrstu voru 20. Helsti tækjabúnaður var uppgerð flökunarvél af gerðinni Baader 189 ,12 stæða flæðilína sem keypt var notuð,tveir frystiskápar svokallaðir Kínaskápar og tveir frystigámar þar sem fullunnar afurðir voru geymdar. Næstu árin jukust umsvifin jafnt og þétt,starfsmönnum fjölgaði og keypt var húsnæði á efri hæð í Nöfinni sem IBV átti og hafði verið notað sem geymsluhúsnæði.

Byggður var frystiklefi,og smám saman fjölgaði vélum og tækjum í takt við aukin umsvif. Í dag starfa að jafnaði 70 manns í Godthaab og unnið er úr 4000 tonnum af hráefni á ári.

NAFNIÐ

Þegar kom að því að velja nafn á fyrirtækið komu upp ýmsar hugmyndir og þar á meðal nafnið Godthaab en á bakvið það var nokkuð sérstök saga. Sex okkar stofnenda félagsins voru starfsmenn Ísfélags Vestmannaeyja þegar frystihús þess varð eldi að bráð í desember árið 2000. Í kaffistofu Ísfélagsins var gamalt tréskilti til skrauts en skilti þetta var af gamla Godthaabhúsinu sem var í eigu Einars heitins Sigurðssonar ríka. Áletrunin á skiltinu var Godthaab 1830. Þegar hamförunum lauk og tekist hafði að hefta eldinn og farið var að huga að skemmdum kom í ljós að nánast allt var brunnið sem brunnið gat,vinnslusalir voru rústir einar,flökunarvélar og frystiskápar voru nánast járnhaugar,eldurinn hafði engu eirt ekki fremur í kaffistofunni en annarsstaðar.

En eitt var það þó sem uppi stóð nánast óskemmt eins og haldið hefði verið yfir því verndarhendi í öllum hremmingunum nefnilega gamla skiltið af Godthaabhúsinu. Þótti öllum þetta með mestu ólíkindum og voru settar fram ýmsar kenningar og tilgátur um ástæður þess að skiltið stóð uppi óskemmt meðan allt nálægt brann til kaldra kola. Út frá þessu kom síðan hugmyndin með nafnið á fyrirtækið og ekki skemmdi fyrir merking orðsins þe.Godthaab-Góðvon. Þar sem að húsnæði félagsins á Garðavegi heitir Nöf,varð nafnið Godthaab í Nöf.

GODTHAAB Í NÖF

Garðavegi 14

900 Vestmannaeyjar

Tel: +354 488-1200

Fax: +354 488-1205

Email: godthaab@godthaab.is